Fifa hefur tekið þá ákvörðum að 48 landslið keppi á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu árið 2026. Með fjölgun liða á mótinu er talið líklegt að tekjuaukning vegna mótsins gæti verið allt milljarði dollara. Um málið er fjallað nánar í frétt Financial Times .

Á fundi aðildarríkja Fifa í dag var kaus æðsta ráð samtakanna um að stækka Fifa mótið, þannig að 48 lið tækju þátt árið 2026. Það þýðir að fjórðungur aðildarríkja Fifa eiga nú möguleika á því að taka þátt - og eykur jafnframt líkur Íslands á því að komast á Fifa. Áður tóku 32 lið þátt í keppninni.

Stækkunin var eitt af megin kosningaloforðum Gianna Infantino, nýs forseta Fifa, sem tók við af Sepp Blatter, sem man líklega fífil sinn fegurri. Blatter hefur verið sakaður um spillingu, á meðan stjórnartíð hans stóð.

Ekki eru þó allir par sáttir við stækkunina. Uefa, samtök knattspyrnuliða í Evrópu, hafa líst yfir óánægju með ákvörðunina vegna þess að því fleiri lið sem taka þátt í mótinu, því meira er vinnuálag á leikmenn sambandsins.