Kvika, sameinaður banki MP banka og Straums fjárfestingabanka, skilaði ársreikningi í síðustu viku en þar kom fram að bókfært tap félagsins nam 483 milljónum króna. Raunhagnaður bankans, þegar leiðrétt er fyrir einskiptisliðum vegna samruna fyrirtækjanna og afskriftar skatteignar upp á 731 milljón króna, nam 685 millj­ónum króna á síðasta ári.

Tekjur Kviku af eignastýringar­þjónustu aukast mikið á milli ára en Sigurður segir þá þróun vera vegna þess að eignastýringarstofninn stækkaði á sama tíma og hagfellt ár var á verðbréfamörkuðum. Eignir í stýringu Kviku jukust úr 75 milljörðum á árinu 2014 í 111 milljarða á síðasta ári. Tekjur af eignastýringarþjónustu fóru úr 584 milljónum í rúman milljarð á síðasta ári. „Við erum mjög ánægð með uppbyggingu eignastýringarinnar,“ segir Sigurður. Hún hvílir á mörgum stoðum og eftir því sem hún stækkar þá verð­ur hún árangursríkari,“ segir Sigurður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .