Samanlagður hagnaður Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans eftir skatta á þriðja fjórðungi ársins nemur 15,2 milljörðum króna. Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur samanlagður hagnaður 47,8 milljörðum króna.

Hagnaður Landsbanka Íslands á þriðja fjórðungi er ívið meiri en hagnaður Arion banka og Íslandsbanka, samkvæmt afkomutilkynningum frá félögunum. Hagnaður Íslandsbanka og Arion banka eftir skatta nam 4,2 milljörðum króna hjá hvorum banka fyrir sig en hagnaður Landsbankans var 6,8 milljarðar króna.

Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur hagnaður Arion banka 10,1 milljarði króna, sem er 4,4 milljörðum lægra en á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Íslandsbanka nemur 15,4 milljörðum króna sem er 800 milljónum krónum lægra en á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Landsbankans á sama tímabili nemur 22,3 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður Landsbankans eykst úr 13,5 milljörðum frá fyrstu níu mánuðum í fyrra sem er aukning um 65%.

Heildareignir Íslandsbanka voru 863 milljarðar króna í lok september en heildareignir Landsbankans nema 1158 milljörðum. Heildareignir Arion nema 937 milljörðum.