Um fjögur af hverjum tíu aðildarfyrirtækjum Samtaka atvinnulífsins (SA) hafa haldið að sér höndum í ráðningum á árinu og hyggjast halda óbreyttum starfsmannafjölda til áramóta.

Þetta kemur fram í nýrri könnun SA á atvinnuhorfum meðal fyrirtækjanna en niðurstöður hennar eru birtar á vef SA.

Þar kemur fram að stjórnendur 14% fyrirtækja sjá fyrir sér fjölgun starfsfólks á árinu en 48% þeirra hafa fækkað starfsfólki eða hyggjast gera það.

Einnig er tekið fram að horfur á vinnumarkaði hafa versnað frá því í júlí þegar sambærileg könnun var gerð. Þá sáu 48% stjórnenda fram á óbreyttan starfsmannafjölda innan ársins, 31% fækkun og 21% fjölgun.

Sjá nánar á vef SA.