Ríflega 48 þúsund færri einstaklingar áttu skráð verðbréf í lok síðasta árs en í lok árs 2006 samkvæmt gögnum yfir skráða verðbréfaeign sem Nasdaq Iceland birti á Twitter síðu sinni fyrir skömmu. Alls voru 8.327 einstaklingar eigendur verðbréfa í lok síðasta árs og fækkaði þeim um 263 milli ára.

Í lok árs 2006 voru þeir hins vegar 56.755 talsins og litlu færri ári seinna. Í lok árs 2008 hafði þeim fækkað um ríflega 16 þúsund en stærsti skellurinn kom svo árið 2009 þegar fækkunin nam ríflega 33 þúsundum og náði svo lágmarki árið 2010 þegar fjöldin nam 4.465.

Samhliða því að líf fór að færast aftur yfir Kauphöllina í kjölfar nýskráninga náði fjöldi einstaklinga sem áttu skráð verðbréf hámarki sínu eftir hrun árið 2013 þegar þeir voru 9.065 talsins. Árið 2017 hafði þeim hins vegar aftur fækkað um ríflega 2.000