Um það bil 99 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í október síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þetta eru rúmlega 32 þúsund fleiri ferðamenn en í október á síðasta ári, og nemur aukningin heilum 48,5%. Aukningin hefur ekki verið svona mikil síðan mælingar hófust.

Alla mánuði ársins hefur verið aukning milli ára, en aldrei jafn mikil og nú í október.

Þrír af hverjum fjórum ferðamanna koma frá sömu tíu löndunum, en þau eru meðal annarra Bretland, Bandaríkin, Norðmenn, Þjóðverjar og Danir.

Það sem af er ári hafa 1.108.986 erlendir ferðamenn farið frá landinu, sem er aukning um 254 þúsund manns frá því í fyrra. Þá nemur aukning milli ára 29,8%.