4,85 milljónir farþega fóru um Keflavíkurflugvöll árið 2015 samkvæmt tölum Isavia um farþegafjölda. Þetta er fjölgun um 25,5% frá fyrra ári. Mikil fjölgun hefur verið í umferð um flugvöllinn á síðustu árum, en árið 2010 fóru um tvær milljónir farþegar í gegnum flugvöllinn.

Flestir farþegar fóru um flugvöllinn í júlí og ágúst, en um 660 þúsund farþegar fóru um flugvöllinn hvorn mánuð. Það er fjölgun um 21,2% í júlí og 23% í ágúst.

Fæstir farþegar fóru um flugvöllinn í janúar og febrúar, en um 230 þúsund farþegar fór um flugvöllinn hvorn mánuð. Það er þó fjölgun um 26,2% í janúar og 28,7% í febrúar.

Hlutfallslega var fjölgun farþegar mest í október, en fjölgunin farþega í þeim mánuði var 32,4% milli ára.