Skiptum er lokið á þrotabúi félagsins Theriak ehf., samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að lýstar kröfur í þrotabúið hafi alls numið 487,4 milljónum króna.

Forgangskröfur voru 61,4 milljónir og greiddust 15,4 milljónir upp í þær. Ekkert fékkst greitt upp í almennar kröfur.

Í lok árs 2011 bárust fréttir af því að hugbúnaðarfyrirtækið Theriak hefði sagt upp öllum 20 starfsmönnum sínum hér á landi, samhliða því sem óskað var eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Theriak, sem hafði starfsstöðvar i Reykjavík og Akureyri, framleiddi hugbúnað fyrir sjúkrahús. Um 95% af veltu fyrirtækisins var erlendis.