Atvinnuleysi í Bandaríkjunum féll niður fyrir 5% í síðasta mánuði og launavísitala þar á landi hækkaði. Þetta kemur fram í nýjustu tölum frá vinnumálastofnun Bandaríkjana.

151.000 ný störf bættust við í janúar sem var aðeins minna en flestir greiningaraðilar höfðu spáð en að dugði til að ná atvinnuleysi niður í 4,9%. Það hefur ekki verið lægra í Bandaríkjunum frá febrúar 2008.

Laun hækkuðu aftur á móti hraðar en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir en meðallaun hækkuðu um tólf sent sem þýðir að launavísitalan hækkaði um 2,5% frá því í janúar árið 2015.