Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður.
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Rúmlega 3.800 manns höfðu sótt um 110% leið Íbúðalánasjóðs að kvöldi 28. júní. Þá höfðu alls 843 umsóknir verið afgreiddar og þar af voru 417 samþykktar og 426 umsóknum var synjað. Talsmaður Íbúðalánasjóðs sagði ástæðu þess að svo fáar umsóknir hafi verið afgreiddar sé sú að margar umsóknir hafi komið inn síðustu daga og t.a.m. hafi um 400 umsóknir bæst við í gær. Um er að ræða leið Íbúðalánasjóðs sem felur í sér lækkun lána fyrir heimili sem eru með áhvílandi lán umfram 110% af markaðsverði. Umsóknarfrestur rennur út 1. júlí næstkomandi.