Í vikunni voru gangsettir 4G sendar á Vesturlandi. Annars vegar er um að ræða sendi sem dekkar Húsafell og nágrenni og hins vegar sendi á Skáneyjarbungu sem þjónustar Reykholt, Hvítársíðu og nærliggjandi sveitir. Internet-þjónusta hefur hingað til verið takmörkuð á þessu svæði en með 4G breytist það.

Einn sendir til viðbótar mun bætast við á næstunni, en sá sendir mun dekka Munaðarnes og nærliggjandi hverfi.

Fjöldi nýrra 4G senda frá Vodafone er nú að komast í gagnið og tryggja þeir nú 4G þjónustu á stórum svæðum í Hafnarfirði og á Flötunum í Garðabæ. Á næstu dögum verða gangsettir 4G sendar sem m.a. dreifa merki um Skeifuna og nágrenni og hluta Hlíðahverfis.