Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísreals. fékk hjartaáfall seint í gærkvöldi sem varð þess valdandi að hlutabréf í kauphöllinni í Tel Aviv lækkuðu um 5.3% sem og Shekel, gjaldmiðill Ísraels, lækkaði um 1,5%. Ekki er von á að markaðurinn taki við sér í bráð þar sem mikil óvissa ríkir um komandi kosningar, 28. mars.

Gekkst forsætisráðherrann undir aðgerð, sem stóð í alla nótt, og er nú á gjörgæsludeild.