Í tveimur gjaldeyrisútboðum Seðlabankans hefur verið boðið upp á hina svokölluðu fjárfestingarleið og hafa 62 tilboð borist í slíka leið. Andvirði þeirra tilboða sem Seðlabankinn hefur tekið er 79,8 milljónir evra. Miðað við útboðsgengi Seðlabankans hvoru sinni jafngildir þetta rúmlega 19 milljörðum íslenskra króna.

Sé þetta reiknað miðað við álandsgengi í dag jafngildir afsláttur Seðlabankans um 5 milljörðum króna. Það er því ljóst að umtalsverðir fjármunir hafa þegar komið til landsins með þessum hætti. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Jóhanni, upplýsingafulltrúa Seðlabankans, hefur bankinn áform um að taka saman og birta eftir næsta útboð sundurliðaðar upplýsingar eftir tegund fjárfestingar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.