Eign erlendra aðila í ríkisskuldabréfum jókst um 5 milljarða króna í janúar. Mest jókst eign erlendra aðila í RIKB 25 flokknum, eða um 3,3 milljarða, og í RIKB 22 flokknum, eða 1,3 milljarða.

Erlendir aðilar áttu 24% ríkisskuldabréfa í lok janúar. Eign þeirra í ríkisskuldabréfum nam 208,5 milljörðum um síðustu mánaðamót og hafði þá aukist um 46 milljarða króna á einu ári. Mest eiga erlendir að­ ilar í skuldabréfaflokknum RIKB 16, eða 56,4 milljarða króna.

Þar á eftir kemur flokkurinn RIKB 25 þar sem erlendir aðilar eiga 29 milljarða króna. Löngu óverð­ tryggðu skuldabréfaflokkarnir RIKB 25 og RIKB 31 hafa nokkra sérstöðu, en eign erlendra aðila í RIKB 25 hefur aukist um 430% á einu ári og eign þeirra í RIKB 31 um 1.028%.