Fjármálaráðstefna sveitarfélaga hófst í Hörpu í dag og mun halda áfram á morgun. Fram kom á á ráðstefnunni að á næsta ári munu fimm milljarðar fara í  fjárhagsaðstoð vegna atvinnlausra. Greina mátti spennu í orðum ræðumanna þegar talið barst að samstarfi ríkis og sveitarstjórna.