*

mánudagur, 25. október 2021
Innlent 29. ágúst 2020 10:02

5 milljóna króna hagnaður Local

Salatstaðurinn Local hagnaðist um rétt ríflega 5 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn lítillega saman frá fyrra ári.

Ritstjórn

Salatstaðurinn Local hagnaðist um rétt ríflega 5 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn lítillega saman frá fyrra ári er hann nam tæplega 6 milljónum króna. Sala Local nam 421 milljón króna en til samanburðar velti staðurinn 370 milljónum árið áður. Eignir námu 61 milljón í árslok 2019 og stóðu nánast í stað frá fyrri áramótum. Eigið fé var neikvætt um 7 milljónir króna en árið áður nam neikvætt eigið fé 12 milljónum króna.

Laun og launatengd gjöld námu 150 milljónum í fyrra, en til samanburðar nam launakostnaður félagsins 137 milljónum króna árið áður. 35 starfsmenn störfuðu að jafnaði hjá félaginu í fyrra.

Halldór E Sigurðsson er framkvæmdastjóri Local en auk þess á hann 42,5% hlut í salatstaðnum. Aðrir hluthafar eru Einar Þór Steindórsson, með 42,5% hlut í sinni eigu, og Sigfús Jónsson, sem á eftirstandandi 15% hlut í félaginu.

Stikkorð: Local uppgjör