Landmælingar Íslands voru reknar í 5,1 milljóna króna halla á árinu sem leið. Það er 5,1 milljón meira en á árinu á undan, þar sem hallin nam þrjátíu þúsund krónum. Hallinn er 1,8 milljón umfram áætlanir.

Í ríkisstyrki fengu Landmælingar 282 milljónir króna, en auk þess hagnaðist stofnunin á frjálsum framlögum einstaklinga og stofnana auk annarrar sölu um tæpar 25 milljónir króna.

Stærsti kostnaðarliður Landmælinga var þá laun, en þau námu um 67% veltu stofnunarinnar. Skuldir Landmælingar drógust þá saman um 8 milljónir milli ára.