*

laugardagur, 24. júlí 2021
Innlent 25. febrúar 2018 16:00

5 þúsund fermetra gagnaver í borginni

Gagnaverið, sem rís við Korputorg, er ekki byggt fyrir rafmyntir, heldur undir gögn Reiknistofu bankanna.

Ritstjórn
Gagnaverið mun rýsa við Korputorg en það verður allt að 5 þúsund fermetrar að stærð.
Axel Jón Fjeldsted

Byggð verður allt að 5 þúsund fermetra nýbygging við Korputorg sem hýsa á gagnaver og munu framkvæmdir hefjast fljótlega. Er gert ráð fyrir að fyrsti áfangi verði tilbúinn snemma á næsta ári, en hann mun kosta hátt í milljarð króna. 

Þorsteinn Guðlaugur Gunnarsson forstjóri Opinna kerfa sagði staðsetninguna frábæra til orkuafhendingar sem og að hún væri „í hjarta ljósleiðaranets Íslands,“ að því er segir í frétt mbl.

Gagnaverið verður aðalvélarsalur Reiknistofu bankanna og mun það sinna kröfuhörðum viðskiptavinum félagsins sem leggja ríka áherslu á rekstrar- og gagnaöryggi. Gagnaverið mun uppfylla svokallaðan Tier III staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi.

Verkefnið er samstarfsverkefni fyrirtækisins, Korputorgs, Vodafone og Reiknistofu bankanna, en þegar það verður tilbúið verður orkuþörf þess á við öll heimili í landinu að því er RÚV greinir frá.

Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone sagði að í samanburði við gagnaver sem nýtt eru til að grafa eftir bitcoin eða öðrum rafmyntum væri þau ef til vill bara einnar stjörnu hótel en þetta yrði „fjögurra stjörnu.“