Tæplega 7 milljónir króna hafa safnast í áheitasöfnun fyrir góðgerðarfélög í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Þetta er rúmlega 50% aukning frá sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka.

Á síðasta ári söfnuðust 43,6 milljónir króna til tæplega 140 góðgerðarfélaga. 1400 hlauparar hafa nú skráð sig á hlaupastyrk og safna áheitum. Hlaupið fer fram þann 18.ágúst næstkomandi.

Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um hagkvæmni Reykjavíkurmaraþonsins.