Rapparinn 50 Cent sem nýlega varð gjaldþrota eyðir 108 þúsundum  dollurum, eða 14 milljónum króna á mánuði. Rapparinn eyðir 72 þúsund dollurum eða um 8 milljónum í viðhald á stórhýsi sínu í Hartford og 3 þúsund dollurum í fatnað, samkvæmt upplýsingum sem hann gaf fram þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota.

50 Cent sagði að hann væri með mánaðarlegar tekjur upp á 184.969 dollara, eða um 24 miljónir íslenskra króna sem hann fengi út af stefgjöldum og fjárfestingum. Í síðasta mánuði var hann úrskurðaður gjaldþrota eftir að honum var gert að greiða konu 7 milljónir dollara, eða 940 milljónum íslenskra króna, eftir að hún sakaði hann um að setja kynlífsmyndband sem hún gerði með kærastanum sínum á netið.

Rapparinn skuldar einnig stílista sínum og einkaþjálfara pening og mun fara fyrir gjaldþrotadóm á miðvikudaginn.