Í kröfu Iceland Express um gjaldþrotabeiðni KFS sem lögð var fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur kemur fram hvernig félagið reiknar tapaða framlegð og það tjón sem það telur sig hafa orðið fyrir vegna hennar. Í útreikningum Iceland Express er miðað við sölu sömu mánuði árið 2010 og árið 2011. Mismunurinn á sölunni er svo tekinn og margfaldaður með þeirri framlegð sem fyrirtækið hefur af sölunni.

Í skjölunum kemur fram að framlegð á veitingasölu Iceland Express er 50% og 30% við sölu á tollfrjálsum varning. Því reiknast það  til að fyrir hvern bjór sem farþegar kaupa á 650 krónur um borð í vélum Iceland Express renna 325 krónur óskertar í vasa félagsins.