Fjárfestar hafa komist að samkomulagi um kaup á eignum Weinstein Company sem stofnað var kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Fjárfestahópurinn er leiddur af athafnakonunni Maria Contreras-Sweet og studdur af Ronald Burkle, forstjóra Yucaipa Companies, sem meðal annars er stærsti einstaki hluthafi í Eimskipum.

Kaupendurnir eru munu reiða fram 500 milljónir dala eða sem nemur um 50 milljörðum króna  fyrir um 90% af eignum fyrirtækisins en þeir stefna að því að koma þeim fyrir í nýju félagi. 225 milljónir dala munu fara í yfirtöku á skuldum félagsins en 275 milljónir á fjárfestingar til stofnunar á hinu nýja félagi.

Samkomulagið felur í sér að stofnaður verður 90 milljón dala sjóður sem nýta á í skaðabætur til þolenda Harvey Weinstein en tugir kvenna hafa stigið fram og ásakað hann um kynferðisbrot.

Þá er stefnt að því að meiri hluti stjórnar hins nýja félags verði konur.