*

laugardagur, 4. desember 2021
Innlent 15. febrúar 2020 17:02

50 milljónir í viðbót í Opin kerfi

Sjóðurinn MF1 jók hlutafé Opinna kerfa um 50 milljónir í desember. Aukningin kemur í kjölfar 430 milljóna innspýtingar í sumar.

Ingvar Haraldsson
Ragnheiður Harðar Harðardóttir er forstjóri Opinna kerfa.
Aðsend mynd

Sjóðurinn MF1 slhf., í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta, breytti 50 milljóna króna láni til Opinna kerfa frá því í september í hlutafé í félaginu skömmu fyrir áramót. MF1 eignaðist meirihluta í Opnum kerfum síðasta sumar í kjölfar 430 milljóna króna hlutafjáraukningar.

Ragnheiður Harðar Harðardóttir tók við sem forstjóri félagsins í mars 2019.

Opin kerfi voru rekin með 213 milljóna króna tapi árið 2018.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu.

Stikkorð: Opin kerfi