Að sögn Matthíasar Imsland, forstjóra Iceland Express, gerir hann ráð fyrir að um 50% samdráttur verði á framboði íslenskra ferðaskrifstofa á þessu ári.

Að öðru leyti sagði hann að ferðaframboð hjá Iceland Express í sumar væri í endurskoðun og vel væri hugsanlegt að þeir minnkuðu tíðnina eitthvað.

„Annars lítur bókunarstaða okkar vel út og Sviss er að verða uppselt og einnig gengur vel að selja Þýskaland. Afkomulega séð stefnir þess vegna í að árið verði betra en við gerðum ráð fyrir. Við erum því tiltölulega brattir,“ sagði Matthías.

Hann sagði að hlutfall seldra sæta hefði verið mjög gott í febrúar síðastliðnum, um 80%.

Að sögn Matthíasar var tíðni ferða félagsins fyrir veturinn dregin saman um 25% og því hefði náðst að stilla framboð sæta félagsins mjög vel.