Gjafa­kort sem einn meðal fyrstu 50 viðskiptavina Dunkin' Donuts fékk í morgun er komið í sölu á Facebook í hópnum „Brask og brall“ . Kortið er ávís­un á sex kleinu­hringi í hverri viku í eitt ár og segir seljandinn að það sé 76.500 króna virði. Hæsta boð stendur nú í 50 þúsund krónum og vill sá sem býður það gefa kaffistofu Samhjálpar kortið til afnota og hvetur aðra til að leggja í púk með sér. Mikil umræða hefur skapast á kommentakerfi auglýsingarinnar en þar virðist fólk deila um það hvort maðurinn eigi skilið peninginn fyrir að bíða í röð í alla nótt eða hvort hann eigi að gefa góðgerðarstofnun kortið.

Ríf­lega hundrað manns biðu í röð í nótt og morg­un eft­ir að Dunkin' Donuts opnaði allt til að fá ávísun á 306 kleinu­hringi.