*

miðvikudagur, 12. ágúst 2020
Innlent 28. júní 2020 12:03

50% veltuaukning hjá Petit

Barnavöruverslunin Petit hagnaðist um 7,5 milljónir króna á síðasta ári. Velta nam 258 milljónum og jókst um 50% frá fyrra ári.

Ritstjórn
Gunnar Þór Gunnarsson og Linnea Ahle, eigendur Petit.
Aðsend mynd

Barnavöruverslunin Petit hagnaðist um 7,5 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn lítillega saman frá fyrra ári er hann nam 9 milljónum. Velta verslunarinnar nam 258 milljónum króna og jókst um 50% frá fyrra ári.

Eignir verslunarinnar námu 51 milljón króna í árslok 2019 og eigið fé nam 22 milljónum króna. Verslunin er að helmingshluta í eigu Linnea Ahle en unnusti hennar, knattspyrnumaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson, á hinn helminginn í versluninni.

Stikkorð: börn uppgjör Petit