*

fimmtudagur, 13. ágúst 2020
Innlent 31. júlí 2020 11:20

50 virk smit

Ellefu innan­lands­smit greindust á landinu í gær og eru því alls fimm­tíu virk smit á landinu.

Ritstjórn

Ellefu innan­lands­smit greindust á landinu í gær og eru því alls fimm­tíu virk smit á landinu, sem vitað er af. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem birtust í dag á co­vid.is.

Þá eru 287 í sótt­kví á landinu og einn á sjúkra­húsi en hann var fluttur á Co­vid-göngu­deild Land­spítala í gær.

Tíu smit greindust hjá sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spítala en eitt hjá Ís­lenskri erfða­greiningu. Þá greindust 3 smit við landamærin.