Nú í haust munu rúmlega 500 fasteignir um allt land í eigu Íbúðalánasjóðs verða skráðar til sölu, að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu sjóðsins.

Í eigu sjóðsins voru 2.546 fullnustueignir í lok júní 2013 og hafði þeim fjölgað um 322 frá áramótum. Íbúðalánasjóður leysti til sín 436 íbúðir til fullnustukrafna á fyrri hluta árs 2013 og seldi 114 íbúðir. Um 46% þessara eigna eru í útleigu sé litið til fjölda íbúða og 50% eru í útleigu sé litið til undirliggjandi virðis eignanna. Fasteignir í útleigu voru 1.164 í lok júní 2013 og fjölgaði um 239 á tímabilinu.

Ítarlega er fjallað um stöðu Íbúðalánasjóðs í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.