Landsbankinn hf. gaf út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, að jafnvirði 65 milljarða króna. „Skuldabréfin eru til 4,5 árs með gjalddaga 15 mars 2021“ kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbankanum.

Þau bera fasta 1,625% vexti og voru seld á kjörum og voru seld á kjörum sem jafngilda 190 punkta álagi ofan á millibankavexti í evrum.

Þau voru seld til breiðs hóps fjárfesta á Norðurlöndunum, Bretlandi, meginlandi og Evrópu og víðar. Alls bárust boð fyrir rúman 1,5 milljarð evra — eða því sem nemur þrefaldri umframeftirspurn frá yfir 130 fjárfestum.

Landsbankinn kemur til með að nýta andvirði útgáfunnar til að fyrirframgreiða erlenda fjármögnun og vilja styrkja fremur lausafjárstöðu bankans.

Umsjónaraðilar útboðsins voru Barclays, Citigroup og Deutsche Bank.

Haft er eftir Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans í tilkynningunni að útgáfan hafi verið afar ánægjulegur áfangi. Hann tekur einnig fram að áhugi fjárfestanna undirstrikar tiltrú á erlendum fjármálamörkuðum og eru vísbending um þá jákvæðu þróun sem á sér stað í íslensku efnahagsumhverfi.

Hægt er að lesa nánar um málið á vef Landsbankans .