Íslandsbanki hefur varið 500 milljörðum í afskriftir og leiðréttingar frá stofnun bankans. Þetta hafa þá verið uppsafnaðar heildarafskriftir, eftirgjafir og leiðréttingar á lánum til viðskiptavina. Þessar afskriftir ná til 35 þúsund viðskiptavina og 4 þúsund fyrirtækja. Þetta kom fram í ræðu Birnu EInarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, á Fjármálaþingi bankans.

Birna segir umræðuna oftar snúast um það hversu lítið bankarnir hafi gert til að koma til móts við viðskiptavini og benti á þessar tölur. Hún segir meirihlutannn vera endurútreikning sem bankinn varð að fara í vegna lagaúrskurðar. Ef til þess hefði ekki komið hefðu hinsvegar önnur úrræði leysti málin, sagði Birna.

Stærsta verkefni bankans undanfarin ár hefur verið að endurskipuleggja lánasafnið, sagði Birna. Hlutfall lána í endurskipulagninu var 44% í lok ársins 2009 en eftir fyrst sex mánuði ársins í ár voru 11% lána í endurskipulagningu.