*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 15. júní 2018 14:41

500 milljóna gjaldþrot Fengs Pálma

Félagið FE-9, áður Eignarhaldsfélagið Fengur og þar áður Bananasalan, var í eigu Pálma Haraldssonar og átti Icelandic Express.

Ritstjórn
Pálmi Haraldsson var lengi vel kenndur við félag sitt Fons.

Gjaldþrot félags Pálma Haraldssonar, sem einnig átti Fons nemur tæplega hálfum milljarði. Átti Icelandic Express en hét áður Bananasalan og var stofnað 1995. Félagið FE-9 ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota en það hét áður Eignarhaldsfélagið Fengur og átti stóran hluta í Icelandic Express.

Enn áður hét félagið Bananasalan hf. en það félag og Baugur, sem þá var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stofnuðu sameiginlegt dreifingarfyrirtæki árið 1999 fyrir ávexti og grænmeti sem hét Ávaxtahúsið. Árið 2002 bárust fréttir um að félagið, sem skipti um nafn árið 2000, og varð Eignarhaldsfélagið Fengur, hefði aukið við hlut sinn í Flugleiðum úr 4,07% í 5,80%. Árið eftir bárust fréttir um að það hefði svo eignast 6% í Kaldbaki.

Það félag sem þá var íslenskt heiti Icelandair varð seinna FL-group sem fór í gjaldþrot nokkru fyrir fall bankanna í hruninu. Pálmi Haraldsson framkvæmdastjóri Fengs var stjórnarmaður í Flugleiðum á þessum tíma. Eignarhluturinn var á tæpar 134 milljónir króna að nafnvirði á þessum tíma.

Síðar er sagt frá því að áður en annað félag Pálma, Fons hafi farið í þrot árið 2009 hafi tvö flugfélög verið seld út úr því til Fengs, það er Iceland Exbress og breska flugvélaleigufyrirtækið Astreus, það fyrrnefnda selt á 300 milljónir en það síðarnefnda á 10 milljónir króna.

Viðskiptablaðið fjallaði síðan um félagið árið 2011 þegar það kom í ljós að það hagnaðist um tæpar 590 milljónir króna árið 2009. Það ár höfðu eignir félagsins aukist úr um einum milljarði króna í 5,2 milljarða, að mestu vegna 3,5 milljarða króna láns annars eignarhaldsfélags Pálma, Nupur Holding S.A. í Lúxemborg. Í tilkynningu frá Pálma segir hann félagið að öðru leiti skuldlaust, nema gagnvart hans eigin félagi.

Þá voru helstu eignir Fengs flugfélögin tvö, það er Iceland Express og Astreus í Bretlandi, en framkvæmdastjóri félagsins var þá Skarphéðinn Bergur Steinarsson. Viðskiptablaðið greindi svo frá gjaldþroti félagsins sem hélt síðar utan um eignarhald Icelandic Express undir lok árs 2016.