Velta með hlutabréf í Högum nemur 495 milljónum króna nú þegar klukkan er 12:36. Gengi bréfa hefur hækkað um 2,83%.

Hagar birtu á föstudag fyrir viku uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Það sýndi um 800 milljóna króna hagnað af starfseminni á fjórðungnum og m 2,8 milljarða hagnað á þremur fyrstu fjórðungum reikningsársins.

Gengi bréfa Haga er nú um 41 króna á hlut. Þegar hlutur Arion banka í félaginu var boðinn út var gengið 13,5 á hlut.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss dótturfélags Haga, seldi í gær 81 milljóna króna hlut í Högum. Þá seldi Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga, 10 milljóna króna hlut á mánudaginn.