Samkvæmt fjárhagsáætlun Seltjarnarnes er gert ráð fyrir að á árinu 2006 verði framkvæmdir á Seltjarnarnesi í sögulegu hámarki og verður alls 485 milljónum varið til fjárfestinga og nýframkvæmda.

Meðal helstu framkvæmda má nefna að upphitaðan og upplýstan gervigrasvöll í löglegri keppnisstærð ásamt minni æfingarvelli við Suðurströnd og áfram verður unnið að markvissu viðhaldsátaki í Mýrarhúsaskóla.

Gert er ráð fyrir að bókasafn Valhúsaskóla verði endurnýjað auk þess sem lítill gervigrasvöllur verður gerður á lóð Mýrarhúsaskóla. Sundlaug Seltjarnarness verður opnuð á vordögum eftir gagngera endurnýjun og lagfæringar og lóð umhverfis Nesstofu verður lagfærð. Hjólabrettavelli verður komið fyrir á Suðurströnd við gervigrasvöll.

Stefnt er að því að uppbygging Hrólfsskálamels hefjist á árinu auk þess sem hilla fer undir byggingu hjúkrunarheimilis á Lýsislóð. Hafist verður handa við byggingu dælistöðvar við Nesveg en með tilkomu hennar lýkur uppbyggingu hreinsistöðva við strandlengju Seltjarnarness. Að auki er áætlað að ljósleiðaratengingu allra heimila á Seltjarnarnesi ljúki á árinu.