Umferð um Hvarfjarðargöngin á síðasta ári jókst um 9,3% frá fyrra ári. Tæplega 1,9 milljón bílum var þá rekið undir Hvalfjörð eða ríflega 5.000 á sólarhring að jafnaði að því er kemur fram í frétt á heimasíðu Spalar, sem rekur göngin.


Umferð í Hvalfjarðargöngum jókst um 6% á síðustu þremur mánuðum ársins 2006, sem jafnframt er fyrsti ársfjórðungur rekstrarárs Spalar. Athyglisvert er að umferðin skuli enn aukast og það þrátt fyrir að að lítt hafi viðrað til ferðalaga í nóvember og að hluta í desember líka.

Umferðin í október´2006 jókst um hátt í 14% frá því í fyrra, umferð í nóvember var hins vegar örlitlu minni en í fyrra en var 4% meiri í desember. Að jafnaði jókst umferðin þannig um 6% á tímabilinu október-desember 2006 frá sama tímabili 2005.