Alls voru afskrifaðir 503 milljarðar árin 2009 og 2010. Afskriftir einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu námu 15 milljörðum á sama tíma. Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar.

Í svarinu kemur einnig fram hvernig afskriftirnar skiptast milli atvinnugreina og hafa fasteignafélög fengið afskrifað mest eða tæpa 35 milljarða. Þar á eftir er verslun með tæpa 30 milljarða, byggingastarfsemi með 25 milljarða, þjónusta og flutningar með tæpa 20 milljarða, iðnaður með 15,5 milljarða og sjárvarútvegur með 10,5 milljarða. Óskilgreint nemur þó miklum meirihluta eða 346 milljörðum af 481 milljarði sem var afskrifaður.