*

föstudagur, 29. maí 2020
Innlent 17. maí 2020 12:03

505 milljóna hagnaður FÍ Fasteignafélags

Hagnaður félagsins, sem er í eigu nokkurra af stærstu lífeyrissjóðum landsins, jókst um 25% frá fyrra ári.

Ritstjórn
Hannes Frímann Hrólfsson.
Haraldur Guðjónsson

FÍ Fasteignafélag, sem er í eigu nokkurra af stærstu lífeyrissjóðum landsins, hagnaðist um 505 milljónir króna á síðasta rekstrarári og jókst hagnaðurinn um 25% frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar fjárfestingaeigna nam 448 milljónum króna. Rekstrartekjur námu 630 milljónum króna og jukust um 5% frá fyrra ári.

Eignir fasteignafélagsins námu 12,2 milljörðum króna í lok árs 2019 og eigið fé nam 4,6 milljörðum. Hannes Frímann Hrólfsson er stjórnarformaður FÍ Fasteignafélags.