Í maí voru skráðir 2155 nýir fólksbílar en það samsvarar 51,3% aukningu í nýskráningum fólksbíla samanborið við fyrra ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu.

Á fyrstu fimm mánuðum ársins hafa verið skráðir 4412 fólksbílar en það er 32% aukning frá fyrra ári. Vegna þessarar aukningar á sölu nýrra bíla er bílaflotinn að yngjast, en með því eykst umferðaröryggi og losun á óæskilegum efnum útí andrúmsloftið minnkar mikið. Nýir bílar eru bæðu mun eyðslugrennri og búnir betri öryggisbúnaði en þeir sem eldir eru.

Reiknað er með áframhaldandi vexti í nýskráningum um 15-20%. Með sterkari krónu og minnkandi verðbólgu er verð á nýjum bílum orðið mun hagstæðara nú en fyrir fráeinum misserum segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins í fréttatilkynningunni.