Verðbólga í Bretlandi mældist 5,2% í september og eru það helst hækkandi rafmagns- og orkukostnaður sem veldur hækkun neysluvísitölunnar að sögn viðmælenda BBC.

Verðbólga mældist 4,7% í ágúst.

Viðmælendur BBC eru þó sammála um að verðbólgan hafi nú náð hámarki og hjaðni úr þessu.