Af framvirkum samningum ber að greiða fjármagnstekjuskatt en svo virðist sem nokkrir aðilar hafi vanrækt þá skyldu, líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í vikunni. Skattrannsóknarstjóri hefur nú sent tólf slík mál til meðferðar hjá sérstökum saksóknara. Vangoldinn skattur í þessum tólf málum nemur rúmum hálfum milljarði króna.

Frá þessi er greint í Fréttablaðinu í dag og er þar haft eftir Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra, að heildartekjurnar í þeim tólf málum sem um ræðir nemi 5,2 milljörðum króna. Í stærsta málinu nam hagnaðurinn um 900 milljónum og vangoldni skatturinn því 90 milljónum.