Bandaríkin greiddu 523 milljarða dala í vaxtagreiðslur á síðasta fjárhagsári, sem lauk 30. september síðastliðinn. Það samsvarar 65.689 milljörðum íslenskra króna, bara afborganir af lánum ríkisins.

Það þýðir að afborganirnar á hverjum einasta degi ársins hafa numið nærri 1,5 milljörðum dala, eða 1.433 milljónum sem samsvarar 180 milljörðum íslenskra króna, á dag.

Til viðbótar með útgjaldaaukningu bandaríska ríkisins sem ætlað er að örva hagkerfið í landinu, er búist við að afborganirnar muni nema 600 milljörðum dala á næsta fjárhagsári ríkisins.

Þessar afborganir eru tífaldar á við afborganir annarra skuldugra vestrænna ríkja að því er Zerohedge hefur eftir Thorsten Slok hjá Deutsche bank.

Þannig samsvara afborganir ítalska ríksins 146 milljónum dala á dag, Frakklands 56 milljónum, Kanada 54 milljónum, Bretlands 50 milljónum, Þýskalands 19 og Japans 13 milljónum dala.