*

miðvikudagur, 20. janúar 2021
Erlent 8. janúar 2021 13:32

527% hækkun eftir misskilin meðmæli Musk

Elon Musk mælti með skilaboðaforritinu Signal og við það hækkaði hlutabréfaverð í ótengdu en samnefndu félagi um yfir 500%.

Ritstjórn
Elon Musk.

Tæknifyrirtækið Signal Advance virðist hafa notið góðs af misskildum ummælum Elon Musk á Twitter en hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað um 527% í dag.

Í stuttu tísti sagði Musk einfaldlega: „Notið Signal“. 

Signal Advance er fremur lítt þekkt tæknifyrirtæki með höfuðstöðvar í Texas og sérhæfir sig í greiningum ýmiskonar merkjasendinga, eins og nafn þess gefur til kynna.

Fjölmiðlar telja þó að líkindum hafi Musk þar að vísa til skilaboðaforritsins Signal sem gerir notendum kleift að senda dulkóðuð skilaboð sína á milli. Tíst Musk kemur í kjölfar þess að Whatsapp, sem eru í eigu Facebook, tilkynnti nýja persónuverndarskilmála þar sem fram kom að það muni deila gögnum með Facebook. Þá hafa Facebook og Instragram einnig lokað á aðgang Donald Trump Bandaríkjaforseta síðustu tvær vikur hans í embætti eftir innrás mótmælenda í bandaríska þinghúsið.

Jack Dorsey, forstjóri Twitter, endurtísti skilaboðum Musk um Signal en hann hefur áður kvatt notendur sína til að notast við Signal.

Skilaboðaforritið Signal er ekki rekið í hagnaðarskyni og því geta áhugasamir fjárfestar ekki eignast hlut í því. Áhuginn á skilaboðaforritinu hefur þó einnig aukist til muna eftir tíst Musk og þurfi að hægja á nýskráningum notenda vegna mikils áhuga. 

Stikkorð: Tesla Elon Musk Signal