Aldrei hefur verið eins mikið úrval af áfangastöðum eins og í vetraráætlun á Keflavíkurflugvelli. Þá hafa aldrei eins mörg flugfélög flogið frá vellinum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Isavia.

Flugfélög á vetraráætlun verða 14 talsins sem fljúga til 57 áfangastaða. Sætaframboð eykst um því sem nemur 58,3% milli ára.

Veturinn 2015/2016 voru tæpar tvær milljónir sæta í boði - en komandi vetur verður framboðið yfir þrjár milljónir.

Vetrarferðamennskan hefur aukist jafnt og þétt og hefur því sveifla milli árstíða minnkað. Það skiptir mjög miklu máli fyrir íslenska ferðaþjónustu og fyrir innviði á Keflavíkurflugvelli.

Isavia hefur tekið þátt í öflugri markaðssetningu gagnvart flugfélögum og hafa notast við hvatakerfi sem fljúga allt árið afslátt af notendagjöldum Þær hafa haft þær afleiðingar að fleiri flugfélög fljúga allt árið í kring.