*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 8. október 2014 16:47

534 kaupsamningum þinglýst í september

Meðalupphæð á kaupsamning var 35,4 milljónir króna.

Ritstjórn
Þinglýstum samningum fjölgaði um 7,2 prósent milli mánaða
Haraldur Guðjónsson

534 kaupsamningum var þinglýst við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í september. Heildarvelta nam 18,9 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 35,4 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár.

Samningarnir eru 7,2 prósentum fleiri en en í ágúst, þegar 498 kaupsamningum var þinglýst. Samanborið við september í fyrra eru kaupsamningar 3,5 prósentum fleiri nú en þá og veltan hefur aukist um 16,2 prósent.