*

föstudagur, 24. janúar 2020
Innlent 5. nóvember 2019 16:52

Viðskipti fyrir 5,4 milljarða í Kauphöll

Mikil viðskipti með hlutabréf í Högum og Arion í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan hækkar um hálft prósent.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands efst á Laugarvegi.
Haraldur Guðjónsson

Töluverð viðskipti voru með hlutabréf í Kauphöllinni í dag, veltan nam 5,4 milljörðum króna og hækkaði Úrvalsvísitalan um rúmt hálft prósent í viðskiptunum. 

Sem endranær var veltan mest í viðskiptum með hlutabréf í Marel, samtals 950 milljónir króna, en hlutur í félaginu hækkaði um 0,7% í dag. Almennt var veltan í viðskiptum með bréf allra félaga vel yfir meðaltali en í viðskiptum með hlutabréf 13 félaga var veltan yfir 100 milljón krónur.

Mest hækkuð bréf í Högum eða um 2,9% í viðskiptum fyrir 730 milljónir króna. Hlutabréf í Sýn hækkuðu um 1,9% í viðskiptum fyrir 89 milljónir. Þá hækkaði TM um 1,7% í viðskiptum fyrir 154 milljónir króna. 

Bréf Icelandair lækkuðu mest í dag eða um 2,6% í viðskiptum fyrir 306 milljónir króna, en nýtt íslenskt lággjaldaflugfélga var kynnt til sögunnar í dag og kann það að hafa áhrif á verðmyndunina í dag. Þá lækkaði Eik fasteignafélag um rúmt 1% í viðskiptum fyrir 12 milljónir króna. Bréf í Reitum lækkuðu um 0,7% í viðskiptum fyrir 315 milljónir króna. Þriðja fasteignafélagið Reginn hækkaði hins vegar um 1,2% í viðskiptum fyrir 42 milljónir króna.

Stikkorð: Kauphöll Íslands