*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 24. nóvember 2011 07:10

54% vilja Ólaf Ragnar

Fylgi forseta Íslands er meira meðal yngra fólks og efnaminna en meðal höfuðborgarbúa og þeirra tekjuhærri.

Bjarni Ólafsson

Rétt rúmur helmingur þjóðarinnar segir það koma til greina að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í næstu forsetakosningum ef hann gefur kost á sér.

Kemur þetta fram í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið.

Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu 53,7% það koma til greina að kjósa Ólaf Ragnar en 46,3% sögðu það ekki koma til greina. Fylgi Ólafs Ragnars er meira hjá körlum en konum.

 

Nánar er fjallað um könnunina í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.