Rétt rúmur helmingur þjóðarinnar segir það koma til greina að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í næstu forsetakosningum ef hann gefur kost á sér.

Kemur þetta fram í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið.

Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu 53,7% það koma til greina að kjósa Ólaf Ragnar en 46,3% sögðu það ekki koma til greina. Fylgi Ólafs Ragnars er meira hjá körlum en konum.

Skoðanakönnun - Ólafur Ragnar Grímsson
Skoðanakönnun - Ólafur Ragnar Grímsson

Nánar er fjallað um könnunina í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.