Bretar settu nýtt met í vikunni þegar orkukerfi landsins notaði ekkert rafmagn sem framleitt var með kolum í heilar 55 klukkustundir. Fyrst og fremst má rekja það til stormasamra daga en mikil orkuframleiðsla í vindmyllum gerði Bretum kleift að komast af án kola á þessu tímabili.

Í frétt Bloomberg um málið þykir þetta til marks um að endurnýjanlegir orkugjafar séu að ýta kolum út í kuldann í orkubúskap heimsins. Tímabilið sem um ræðir var á milli 10:25 á mánudag fram til 05:10 á fimmtudag.

Bretar hafa sett upp fleiri vindmyllur á hafi heldur en nokkurt annað ríki. Þá hafa þeir á undanförnum árum einnig sett upp fjölda sólarsella sem mæta sífellt meiri eftirspurn. Stjórnvöld hafa jafnframt sett sér það markmið að loka öllum kolaverum fyrir árið 2025.

Fyrra metið var frá því í október en þá notuðu Bretar ekkert rafmagn í 40 klukkustundir.