Rekstrartekjur Hf. Eimskipafélags Íslands félagsins á síðasta fjárhagsári nam 1.040 milljónum Bandaríkjadala eða ríflega 70 milljörðum króna og jukust um 80% samanborið við 2005. Rekstrargjöld námu 1.052 milljónum dala og jukust um 89% milli ára. Tap félagins fyrir skatta á fjárhagsárinu 2006 nam 77 milljónum dala eða tæplega 5,5 milljörðum króna samanborið við 8 milljóna dala hagnað árið 2005.

Hagnaður eftir skatta nam 79 milljónum dala fyrir samstæðuna samanborið við 24 milljónir dala árið 2005.

Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 82 milljónir dala, þar af voru um 29 milljónir dala óinnleyst gengistap árið 2006.

?Á árinu 2006 var heildarafkoma Hf. Eimskipafélags Íslands ásættanleg. Árið einkenndist af miklum ytri vexti en  í lok árs var eitt af þremur afkomusviðum selt. EBITDA félagsins af núverandi starfsemi nam $64 milljónum árið 2006. EBITDA afkomusviðanna þriggja sem mynduðu samstæðuna árið 2006 að viðbættum söluhagnaði af Avion Aircraft Trading nemur $135 milljónum. Félagið leggur áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á  flutningastarfsemi Eimskips, Air Atlanta Icelandic og tengdra félaga," segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður félagsins í tilkynningu.