*

föstudagur, 30. júlí 2021
Innlent 6. mars 2021 16:01

55 milljóna hlutafjáraukning

Hlutafé fjártæknifyrirtækisins Two Birds hefur verið aukið úr 75 milljónum króna í 130 milljónir króna.

Ritstjórn
Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds.
Eyþór Árnason

Hlutafé fjártæknifyrirtækisins Two Birds hefur verið aukið um 55 milljónir króna, úr 75 milljónum króna í 130 milljónir króna.

Fyrir rúmlega ári festi Two Birds kaup á Aurbjörgu, heimasíðu sem aðstoðar fólk við fjármálin og gerir því kleift að bera saman kjör á lánum, sparnaði, síma, rafmagni og fleiru.

Reynir Finndal Grétarsson, stofnandi Creditinfo, er stærsti hluthafi Two Birds, en Auður Björk Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri fjártæknifélagsins.