Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að 553 einstaklingar hafi ekki samþykkt þá leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána sem þeim stóð til boða.

Frestur til að samþykkja leiðréttinguna rann formlega út á miðnætti. Þetta sparar ríkissjóði 295 milljónir en Eygló greinir frá þessu á Facebook síðu sinni.

Af þeim sem ekki samþykktu ekki voru 29 umsóknir (45 einstaklingar) þar sem leiðréttingin var hærri en 2 milljónir króna.

Heildarfjárhæð leiðréttingarinnar nam 79,4 milljörðum króna.