Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) hagnaðist um 595 milljónir króna í fyrra af rekstri spilakassa. Íslandsspil, sem rekið er af Rauða krossinum, Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og SÁÁ, högnuðust um 780 milljónir af rekstri sinna spilakassa. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri grænna.

Á síðustu fjórum árum nemur samanlagður hagnaður HHÍ og Íslandsspila af rekstri spilakassa ríflega 5,6 milljörðum króna. Í fyrra greiddi HHÍ út 3.535 milljónir í vinninga en Íslandsspil 2.654 milljónir.

Á síðustu fjórum árum hafa fyrirtækin tvö greitt út vinninga að andvirði 25,3 milljarða króna. HHÍ hefur greitt út tæpa 15 milljarða og Íslandsspil ríflega 10.